Um iTunes Store (USA)

iTunes Store er stærsta tónlistar- og margmiðlunarverslun í heiminum og er rekin af Apple Inc. Hún er skipt niður í nokkra markaði og er sú bandaríska (iTunes Store USA) stærst hvað varðar framboð af afþreyingarefni.

Ísland er í hópi þeirra þjóða sem iTunes Store þjónustar ekki. Þá eru aðrar þjóðir þar sem iTunes Store er til staðar en afþreyingarefnið takmarkað og jafnvel selt á hærra verði. Til dæmis um það er hægt að finna lög á iTunes Store USA á $0.69 sem kosta hinsvegar $1.99 á iTunes Store í mörgum Evrópulöndum. Það sama gildir um sjónvarps- og kvikmyndaefni frá Bandaríkjunum sem er einnig gefið út mjög seint á öðrum mörkuðum ef það er á annað borð gefið út. Ef þú hefur ekki kreditkort sem er skráð á bandarískt heimilisfang, þá er iTunes inneignarkort (gjafakort) eina leiðin til að geta verslað efni frá iTunes Store USA. Í hverri viku býður iTunes Store USA einnig upp á úrval af tónlist og myndefnis án endurgjalds.

iTunes forritið er frítt og er fáanlegt fyrir bæði Mac og PC tölvur. Það flokkar og spilar rafræna tónlist, myndefni og hljóðbækur á tölvunni þinni. Þegar þú tengir iPhone, iPod eða Apple TV með iTunes í gangi, mun það sjálkrafa sameina (sync) allt afþreyingarefni á milli véla.

Þess má til gamans geta að iTunes Store seldi sitt 10.000.000.000 lag þann 24. febrúar 2010. Það var hinn 71 árs Louie Sulcer frá Woodstock í Georgíuríki Norður Ameríku sem halaði niður "Guess Things Happen That Way" með Johnny Cash. Sá hinn sami hlaut gjafakort að verðmæti $10,000 og einnig símhringingu frá Steve Jobs.
Return Policy
Gift cards cannot be returned and are non-refundable. If there is a problem with a code, we will replace it at no extra cost, as long as it hasn’t been redeemed.

We require customers to send us a screenshot or a photo of the code error no later than 30 days from purchase.

support@giftcardcabin.com

Disclaimer: The businesses represented are not affiliated or sponsors of GiftcardCabin.
The logos and identifying trademarks of each company are owned by each company and/ or its affiliates.